spot_img
HomeFréttirWashington Wizards - Veggurinn Vísar Veginn

Washington Wizards – Veggurinn Vísar Veginn

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Washington Wizards

 

Heimavöllur: Verizon Center

Þjálfari: Scott Brooks

 

Helstu komur: Jodie Meeks, Mike Scott.

Helstu brottfarir: Bojan Bogdanovic, Brandon Jennings.

 

 

Eftir vonda 7-13 byrjun á síðasta tímabili þá tóku Wizards loksins við sér, unnu 42 af síðustu 62 leikjunum og enduðu með 49 sigra. Þeir mæta með nokkurnveginn sama lið til leiks í vetur og það mun telja í toppbaráttunni því það þarf ekki að slípa liðið neitt saman. Ef Bradley Beal helst heill þá eru Washington til alls líklegir í vetur.

 

Styrkleikar liðsins felast að mestu leiti í einum besta leikstjórnanda deildarinnar, John Wall. Í kringum Wall eru frábærar skyttur og fínir varnarmenn í Bradley Beal og milljónamanninum Otto Porter. Líðið er ennfremur með ágætis breidd og Scott Brooks þjálfari hefur sannað sig á stóra sviðinu.

Veikleikar liðsins felast í varaleikstjórnandastöðunni sem er ekki upp á marga fiska, Scott Brooks hefur sýnt að hann keyrir aðeins of einhæfan sóknarleik og varnarleikur liðsins getur á köflum verið arfaslakur. Liðið þarf nauðsynlega á því að halda að þeir Markieff Morris og pólski hamarinn Marcin Gortat passi almennilega upp á körfuna.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

John Wall
Bradley Beal
Otto Porter
Markieff Morris
Marcin Gortat

 

 

Fylgstu með: Otto Porter, þessi strákur en nýbúinn að fá risastóran samning og þarf að standa undir væntingum

Gamlinginn: Marcin Gortat (33) hefur sagt að hann sé ánægður með að hann eigi bara örfá tímabil eftir, það er því um að gera að njóta.

 

 

Spáin: 53–29 – 2. sæti   

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6. Miami Heat

5. Milwaukee Bucks

4. Toronto Raptors

3. Boston Celtics

2. Washington Wizards

1.

Fréttir
- Auglýsing -