Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Cleveland Cavaliers
Heimavöllur: Quicken Loans Arena
Þjálfari: Tyronn Lue
Helstu komur: Isaiah Thomas, Dwyane Wade, Derrick Rose, Jae Crowder.
Helstu brottfarir: Kyrie Irving.
Langbesta lið austursins missti sinn næst mikilvægasta leikmann í sumar en fékk þó verulega vel til baka fyrir hann. Kyrie vildi á brott, Cleveland sögðu OK og fengu Thomas, Crowder og pikk fyrir sinn leikstjórnanda. Þær bæta svo við sig Wade eftir að hann var keyptur út. Cleveland ætla sér titilinn, og austurdeildin verður allavega engin sérstök fyrirstaða.
Styrkleikar liðsins eru gríðarleg breidd, reynsla og gæði leikmanna. Leikmannahópur liðsins er sá langsterkasti í austrinu og þar að auki hefur Cleveland á að skipa besta leikmanni heims, LeBron James. Það eitt og sér er nóg.
Veikleikarnir eru hækkandi aldur lykilmanna, varnarleikurinn var slappur í fyrra og liðið verður að ná að gíra sig eitthvað upp til þess að vera tilbúið að mæta sterku liði sem kemur upp úr pokanum vestan megin. Besti leikstjórnandi liðsins, Isaiah Thomas er líka meiddur þar til um áramót hið fyrsta svo að þeir verða ekki með sitt sterkasta lið fyrr en þá.
Byrjunarlið í fyrsta leik:
Derrick Rose
Dwyane Wade
LeBron James
Jae Crowder
Kevin Love
Fylgstu með: Er ekki svarið alltaf LeBron James hér?
Gamlinginn: Dwyane Wade (35) er klár í slaginn með sínum gamla félaga LeBron, það verður gaman að fylgjast með því.
Spáin: 59–23 – 1. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10. Indiana Pacers
6. Miami Heat
1. Cleveland Cavaliers