Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Charlotte Hornets
Heimavöllur: Spectrum Center
Þjálfari: Steve Clifford
Helstu komur: Dwight Howard, Malik Monk.
Helstu brottfarir: Marco Belinelli, Miles Plumlee.
Charlotte Hornets er ekki áhugaverðasta lið í heiminum. Þeir eru hins vegar vel rútíneraðir og með gott byrjunarlið, spennandi nýliða og góðan þjálfara sem er búinn að sanna sig í deildinni. Þeir spiluðu kannski heldur undir getu á síðasta tímabili og voru í vandræðum með meiðsli.
Styrkleikar liðsins eru þeir að lykilmenn eru búnir að spila saman í nokkur ár. Kemba Walker og Dwight Howard eru á pappír leikmenn sem gætu hjálpað hvor öðrum og svo er Nicolas Batum virkilga góður leikmaður. Það er ágætis breidd í stóru manna stöðunum. Liðin hans Steve Clifford eru svo alltaf sterk varnarlega og eru ekki líklegir til þess að gera mikið af mistökum þeim megin á vellinum.
Veikleikarnir eru lítil breidd og skortur á afgerandi leikmönnum, Dwight Howard er ekki afgerandi lengur og Kemba Walker átti betra tímabil fyrir 2 árum heldur en í fyrra. Nicolas Batum er rétt yfir meðallagi í öllum þáttum leiksins og Michael Kidd Gilchrist getur ekki spilað sókn. Ég á líka erfitt með að sjá hvernig sóknin á að vera góð án þess að vera með góðar skyttur.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Kemba Walker
Michael Kidd Gilchrist
Nicolas Batum
Marvin Williams
Dwight Howard
Fylgstu með: Dwight Howard. Það er alltaf party að fylgjast með Dwight, hvað mun það taka marga leiki fyrir hann að fara í fýlu? Hversu full verður hann þegar að Cody Zeller tekur byrjunarliðssætið af honum.
Gamlinginn: Marvin Williams (31) er ennþá þekktastur fyrir að vera tekin á undan Chris Paul og Deron Williams í nýliðavalinu 2005. Kannski mun hann eiga 4ða endurkomutímabilið sitt.
Spáin: 39–43 – 7. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10. Indiana Pacers
7. Charlotte Hornets
6.
5.
4.
3.
2.
1.