spot_img
HomeFréttirDetroit Pistons - Litlausir Lykilmenn

Detroit Pistons – Litlausir Lykilmenn

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Detroit Pistons

 

Heimavöllur: Little Caesars Arena

Þjálfari: Stan Van Gundy

 

Helstu komur: Luke Kennard, Avery Bradley, Langston Galloway.

Helstu brottfarir: Kentavius Caldwell-Pope, Marcus Morris, Aron Baynes.

 

Það hefur verið leiðinlegt að fylgjast með þróun Detroit Pistons síðan að Stan Van Gundy tók yfir. Eftir ágætis fyrsta tímabil þá virðast burðarásar liðsins, þeir Andre Drummond og Reggie Jackson einfaldlega hafa orðið að verri og latari körfuboltamönnum. Liðið er þó að flytja á nýjan heimavöll eftir góða áratugi í Höllinni í Auburn Hills, nýja heimilið er í miðborg Detroit og heitir Little Caesars Arena. Það er átakanlegt að setja jafn slakt lið og Detroit svona ofarlega, en eiginlega óumflýjanlegt.

 

Styrkleikar Pistons liðsins eru ágætis byrjunarlið, þá sérstaklega á mælikvarða austurdeildarinnar. Drummond og Jackson ættu að eiga aðeins inni, Avery Bradley kemur með varnarleik og baráttu og Tobias Harris getur alveg sett stig á töfluna. Þá má búast við því að Stanley Johnson bæti sig og verði í byrjunarliðinu í vetur. Þjálfari liðsins er einnig styrkleiki enda reynslumikill með afbrigðum.

 

Veikleikarnir eru fyrst og fremst þeir að liðið sárvantar skyttur, vonandi getur nýliðinn Luke Kennard hjálpað til með það ásamt reynsluboltanum Anthony Tolliver. Bestu leikmenn liðsins hafa ekki verið að leiða liðið áfram með dugnaði heldur hafa þeir gert einmitt öfugt og verið fyrstir til þess að hengja haus þegar að það illa gengur.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Reggie Jackson
Avery Bradley
Stanley Johnson
Tobias Harris
Andre Drummond

 

 

Fylgstu með: Stanley Johnson. Það er núna eða ekki fyrir þennan unga leikmann sem eitt sinn var spennandi nýliði.  

Gamlinginn: Anthony Tolliver (32) er skemmtilegur með eindæmum og gerir fátt annað en að henda í þrista og reynir þess á milli að gefa hörð skrín. Stórskemmtilegur.   

 

 

Spáin: 36–46 – 8. sæti   

 

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -