spot_img
HomeFréttirBoston Celtics - Tími Kyrie er kominn

Boston Celtics – Tími Kyrie er kominn

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Boston Celtics

 

Heimavöllur: TD Garden

Þjálfari: Brad Stevens

 

Helstu komur: Kyrie Irving, Gordon Hayward, Jayson Tatum.

Helstu brottfarir: Isaiah Thomas, Avery Bradley, Jae Crowder.

 

 

Boston Celtics voru duglegasta liðið á leikmannamarkaðnum í sumar og það sést best á því að það eru bara 4 leikmenn frá því í fyrra í liðinu. Þeir Kyrie Irving og Gordon Hayward mæta á svæðið og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili, Isaiah Thomas var látinn flakka. Glænýtt lið og ég held þeir komi ekki endilega fljúgandi út úr sumrinu, verða klárlega næst besta lið austursins í vor en ég held að slípunin gæti tekið smá tíma.

 

Styrkleikar liðsins eru margir, góðir stjörnuleikmenn í Irving, Hayward og Horford, frábær þjálfari í Brad Stevens, spennandi ungir leikmenn í Jaylen Brown og Jayson Tatum og svo eru líka höstlarar eins og Marcus Smart. Irving og Hayward eru báðir mjög skapandi leikmenn af dripplinu sem mun gera mikið fyrir liðið sóknarlega.

 

Veikleikarnir eru aðallega þeir að liðið er náttúrulega mjög nýtt, menn hafa ekki spilað lengi saman og það eru margir partar sem þarf að slípa til. Fráköstin verða vandamál með Al Horford í miðjunni og svo á ég erfitt með að sjá að liðið geti stoppað mikið upp við hringinn.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Kyrie Irving
Jaylen Brown
Gordon Hayward
Marcus Morris
Al Horford

 

 

Fylgstu með: Kyrie Irving, manninum sem vildi komast út úr skugga Lebron James. Nú er hann kominn með sitt lið og verður aðalmaðurinn.

Gamlinginn: Al Horford (31). Flottur leikmaður sem gerir liðin sín alltaf betri, fjölhæfur með eindæmum.

 

 

Spáin: 51–31 – 3. sæti   

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6. Miami Heat

5. Milwaukee Bucks

4. Toronto Raptors

3. Boston Celtics

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -