Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Washington Wizards
Heimavöllur: Verizon Center
Þjálfari: Scott Brooks
Helstu komur: Jodie Meeks, Mike Scott.
Helstu brottfarir: Bojan Bogdanovic, Brandon Jennings.
Eftir vonda 7-13 byrjun á síðasta tímabili þá tóku Wizards loksins við sér, unnu 42 af síðustu 62 leikjunum og enduðu með 49 sigra. Þeir mæta með nokkurnveginn sama lið til leiks í vetur og það mun telja í toppbaráttunni því það þarf ekki að slípa liðið neitt saman. Ef Bradley Beal helst heill þá eru Washington til alls líklegir í vetur.
Styrkleikar liðsins felast að mestu leiti í einum besta leikstjórnanda deildarinnar, John Wall. Í kringum Wall eru frábærar skyttur og fínir varnarmenn í Bradley Beal og milljónamanninum Otto Porter. Líðið er ennfremur með ágætis breidd og Scott Brooks þjálfari hefur sannað sig á stóra sviðinu.
Veikleikar liðsins felast í varaleikstjórnandastöðunni sem er ekki upp á marga fiska, Scott Brooks hefur sýnt að hann keyrir aðeins of einhæfan sóknarleik og varnarleikur liðsins getur á köflum verið arfaslakur. Liðið þarf nauðsynlega á því að halda að þeir Markieff Morris og pólski hamarinn Marcin Gortat passi almennilega upp á körfuna.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
John Wall
Bradley Beal
Otto Porter
Markieff Morris
Marcin Gortat
Fylgstu með: Otto Porter, þessi strákur en nýbúinn að fá risastóran samning og þarf að standa undir væntingum
Gamlinginn: Marcin Gortat (33) hefur sagt að hann sé ánægður með að hann eigi bara örfá tímabil eftir, það er því um að gera að njóta.
Spáin: 53–29 – 2. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13. New York Knicks
12. Orlando Magic
11. Atlanta Hawks
10. Indiana Pacers
6. Miami Heat
2. Washington Wizards
1.