spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞorsteinn til liðs við Blika

Þorsteinn til liðs við Blika

Þorsteinn Finnbogason hefur samið við nýtt lið í Dominos deild karla en hann ákvað að semja við lið nýliða Breiðabliks og mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Þetta staðfesti Þorsteinn í samtali við Karfan.is í kvöld. 

 

Þorsteinn kemur frá Grindavík þar sem hann er uppalinn og hefur leikið megnið af sínum ferli, fyrir utan tvö tímabil hjá Haukum árin 2012-2014. Hann var í stóru hlutiverki í liði Grindavíkur sem komst í úrslitaeinvígið í Dominos deildinni árið 2017. 

 

Á síðustu leiktíð lék Þorsteinn 24 leiki með Grindavíkurliðinu í vetur en í þeim skilaði hann 7 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á um 18 mínútum spiluðum í leik. Þorsteinn auglýsti eftir nýju liði á Twitter síðasta vor og hefur nú samið við nýliða Breiðabliks. 

 

Blikar hafa verið á fullu að semja við leikmenn fyrir komandi leiktíð. Fyrr í sumar hafði liðið samið við Arnór Hermannsson, Bjarni Geir Gunnarsson, Hilmar Pétursson og Snorra Hrafnkelsson um að leika í grænu sem leika sem nýliðar í Dominos deild karla á komandi leiktíð. Auk þess tók Pétur Ingvarsson við þjálfun liðsins á dögunum. 

 
Fréttir
- Auglýsing -