Dominos deild karla:

Þorsteinn leitar sér að liði

04.apr.2018  12:41 davideldur@karfan.is

 

Fyrrum leikmaður Grindavíkur í Dominos deild karla, framherjinn Þorsteinn Finnbogason, er ef eitthvað er að marka Twitter aðgang hans, að leita sér að liði. Líkt og sjá má í tísti hans frá því fyrr í dag leitar hann að liði í Dominos deildinni eða þeirri fyrstu á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta tímabil. Segist hann eiga helling inni og að hann verði í fantaformi á næsta tímabili.

 

Þorsteinn er 28 ára gamall og 194 sentímetrar á hæð. Spilaði 24 leiki með Grindavíkurliðinu í vetur, en í þeim skilaði hann 7 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á um 18 mínútum spiluðum í leik.