Það hefur verið nóg að gera á þessu "silly seasoni" í Íslenskum körfubolta. Nokkur stór félagaskipti hafa átt sér stað auk þess sem liðin hafa verið að semja við erlenda leikmenn sem verða fleiri á næsta tímabili eftir að ESA gerði athugasemdir við 4+1 reglu KKÍ.
Dominos deild karla hefst á ný þann 4. október næstkomandi og eru liðin á fullu að safna liði og undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Nokkur félagaskipti hafa þegar átt sér stað og eru fleiri líkleg á næstunni. Í þessari frétt fylgjumst við með tilfærslum leikmanna milli félaga og verður uppfærð um leið.
Öll félagaskiptin hingað til á sama stað hér að neðan og verður uppfært reglulega í allt sumar. Hægt er að finna skjalið hvenær sem er hér fyrir ofan undir flipanum "Stuff".
Komnir og farnir í Dominos deild karla fyrir tímabili 2018/2019