Fullt nafn: Þorleifur Ólafsson
Aldur: 32 ára
Félag: Grindavík
Hjúskaparstaða:Giftur
Nám/atvinna: Sölustjóri
Happatala: 13
________________________________________________________

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? 5 ára í Grindavík


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Larry Bird


Með hvaða félögum hefur þú spilað? Grindavík, BSG Bremenhaven og WCA(USA)


Bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Darri og PASS


Bestu erlendu leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Lewis Clinch og Aaryn Ellenberg


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Þórir í KR


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Rúnar Árnason


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? PASS. Allir eins og ég get ekki sagt Jóhann!


Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Kawhi Leonard


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Boston- Bulls 1997


Hvert er þitt uppáhaldslið í Evrópukörfunni? Barca

Sætasti sigurinn á ferlinum? Á móti Þór Þ. 2012. Fysti Íslandsmeistara titilinn minn.


Sárasti ósigurinn? Man ekki. Of margir sárir


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Blak!


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Donald Trump


Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik? Þegar Ólafur Bróðir fór úr lið hér um árið.
_______________________________________________________

 

Uppáhalds:

Kvikmynd: Notting Hill og Snatch
Leikari: Bergur Ingólfsson
Leikkona: PASS
Bók: Hún kallaði mig þetta!
Frasi: Hrikalegt
Matur: Íslenskur matur
Matsölustaður: Grillið á Sögu
Lag: Pass
Hljómsveit: Coldplay
Staður á Íslandi: Grindavík
NBA lið: Boston
Hátíðardagur: Jólin
Heimasíður: karfan.is og fotbolti.net
_________________________________________________________

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Misjafn eftir aðstæðum. Í dag borða ég og drekk vel fyrir leiki. Svo held á á yngstu dóttur minni þangað til ég fer.


Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Ávöxtur sem til er heima!


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Sigurleikjum. Það er ekkert mál að tapa öllum leikjum!


Furðulegasti liðsfélaginn? Óvenjulega margir í Grindavík í dag. Ég er að eigin sögn einni eðlilegi maðurinn í liðinu!


Besti dómarinn í Domino´s-deildinn: Nokkrir góðir að dæma í dag. Finnst Ísak og Davíð Tómas vera að koma virkilega sterkir inn í stéttina.


Erfiðasti andstæðingurinn? Darri


Þín ráð til ungra leikmanna? Ekki bíða eftir að hlutirnir gerist fyrir þig. Láttu þá gerast fyrir sjálfan þig og ekki taka þátt í meðalmennsku.

Spurning frá Ragnheiði Benónísdóttur sem var síðast í 1 á 1:
Hvern myndirðu Ríða, Drepa, Giftast  af Rihanna, Beyonce, Arianda Grande?

Ríða Rihanna, Giftast Beyonce og drepa Arianda Grande (hver er það)

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Þekkir þú muninn á Þorsk og Ýsu?