Fullt nafn:
Ragnheiður Benónísdóttir

Aldur: 23

Félag: Skallagrímur

Hjúskaparstaða: Á föstu

Nám/atvinna: B.Sc nám í HÍ

Happatala: 0, 7
________________________________________________________

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? Byrjaði stuttu áður en ég varð 12 ára og æfði með félaginu Ármanni í Rvk.


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ábyggilega Jón Arnór


Með hvaða félögum hefur þú spilað? Ármanni, Val, Ploms, Skallagrím


Bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deildum kvk og kk? Sigrún Sjöfn og Jón Arnór


Bestu erlendu leikmennirnir í Domino´s-deildum kvk og kk? Rodriguez og Stevans


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Emelía Ósk, Keflavík


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Karl Höskuldur í Ármanni


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Mér finnst Manuel og Sverrir góðir þjálfarar


Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Kevin Garnett og Reggie Miller


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Ég fylgist ekki nægilega vel með NBA í dag.


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nóbb


Hvert er þitt uppáhaldslið í Evrópukörfunni? Ég fylgist ekki nægilega vel með Evrópukörfunni.

Sætasti sigurinn á ferlinum? Úff þeir eru nokkrir, undanúrslit núna bikarkeppninni 2017. Fyrsta skipti sem við í stúlkna/unglingaliðið í Val unnum Kef, fyrsta skipti sem stúlknaflokkur Vals náði að halda sér uppi í A-riðli. Þetta eru þeir sem mér dettur fyrst í hug.


Sárasti ósigurinn? Er nú almennt ekki lengi sár yfir körfunni því þetta er leikur sem á að gera daginn skemmtilegri. Sá eini sem mér dettur þá í hug er úrslitaleikurinn í bikarnum núna í febrúar. Það var ansi sárt.


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Hef gaman að blaki, tennis og badminton.


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Er ánægð með mín hlutskipti en væri til í að prófa að skipta við manneskju sem býr einhversstaðar þar sem samskiptamiðlar eru minna ráðandi.


Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik? Ábyggilega sigurkarfan hennar Sigrúnar í undanúrslitum bikarkeppninnar.

________________________________________________________

Uppáhalds:

Kvikmynd: Núna er það The Big Lebowski, Pulp fiction, Snatch

Leikari: Jeff Bridges, Jason Statham

Leikkona: Tina Fey, Amy Poehler

Bók: Hobbitinn, Harry Potter, Góði dátinn Svejk

Frasi: “Man, I’m having a rough day and I fucking hate the Eagles!” Big Lebowski

Matur: Kjúklinganúðluréttur sem mamma gerir.

Matsölustaður: Vitabar  

Lag: Just dropped in með Kenny Rogers and the First Edition

Hljómsveit: Bítlarnir, Queen, Valdimar

Staður á Íslandi: Heimilið mitt og ég eyddi 7 góðum árum í Valsheimilinu.

NBA lið: Hef ekki nægilegan áhuga á NBA til að halda með einhverjum.

Hátíðardagur: Jólin

Heimasíður: Facebook, youtube, karfan, mbl

________________________________________________________

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Reyni að vera dugleg að læra eða bara hugsa sem minnst út í leikinn.


Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Steikt egg nema ef það eru til afgangar af kvöldmat.


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Fer eftir hvernig maður lítur á það, í tapleikjum sér maður betur hvað þarf að laga en í sigurleikjum lærir maður að vinna.


Furðulegasti liðsfélaginn? Siburbjörg og Hanna í Skallagrím eru einkennileg eintök.


Besti dómarinn í Domino´s-deildinn? Dabbi T


Erfiðasti andstæðingurinn? Snæfell og Keflavík en þar af leiðandi eru þær líka skemmtilegustu andstæðingarnir.


Þín ráð til ungra leikmanna? Leggja hart að sér og hafa gaman að þessu.

Spurning frá Bryndísi Hönnu Hreinsdóttur sem var síðast í 1 á 1:
Hvort myndiru vilja vera með stanslausan hiksta alltaf eða þurfa alltaf að hnerra en geta það ekki ?
Að þurfa alltaf að hnerra en geta það ekki, ég þoli ekki að vera með hiksta.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hvern myndirðu:  „Ríða, Drepa, Giftast“  af Rihanna, Beyonce, Arianda Grande?