Fullt nafn: Hrund Skúladóttir

Aldur: 15 ára        

Félag: Grindavik

Hjúskaparstaða: Á lausu

Nám/atvinna: Útskrifast úr Grunnskólanum í Grindavík  í vor.

Happatala: Valkvíði á milli 14 og 15

 

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? Ég byrjaði að æfa 10 ára gömul í Grindavík

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Systir mín hún Petrúnella

Með hvaða félögum hefur þú spilað? Grindavík

Bestu íslensku leikmennirnir í Domino’s deild karla og kvenna? Helena Sverrisdóttir og Petrúnella Skúladóttir (hlutlaust mat)

Pavel ,Haukur og Logi svo held ég að Jón Axel og Jóhann Árni verða öflugir í vetur.

Bestu erlendu leikmennirnir í Domino’s deild karla og kvenna? Crayon (KR) og svo koma Chelsie (Stjarnan) og Whitney (Grindavík) sterkar inn kvennamegin.

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Myndi halda að það væri Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (KR)

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Atli Geir Júlíusson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Pass

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Verð að segja Lebron James

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Stephen Curry

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já, ég fór á Boston Celtics- San Antonio í fyrra

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópukörfuboltanum? Fylgist ekki með honum

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar Grindavík vann bikarúrslitin í 9.fl 2014 með sigri á Keflavík í framlengdum leik.

Sárasti ósigurinn? Tap í úrslitum á íslandsmótinu 2014 með 9.fl

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Væri alveg til í að prófa vera Beyoncé

Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik? Þegar Óli Óla öklabrotnaði í undanúrslita viðureigninni á móti Stjörnunni 2012.

 

Uppáhalds:

Kvikmynd: Love and Basketball klikkar ekki

Leikari: Channing Tatum allavega mjög heitur

Leikkona: Jennifer Lawrence

Bók:  Ég les voðalega lítið

Frasi: „alveg farin“ og „skiluru“ eru frekar ofnotaðir frasar hjá mér.

Matur: Kjúklingur

Matsölustaður: Serrano og American Style

Lag: Sorry með Bieber

Hljómsveit: Of monsters and man

Staður á Íslandi:

NBA lið: Cleveland og San Antonio Spurs

Hátíðardagur: Jólin

Heimasíður: Facebook og  karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Snemma að sofa daginn fyrir leik, borða vel á leikdegi, set mér markmið fyrir leikinn og mæti snemma uppí hús.

Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Hafragrautur eða ommiletta og svo banani inní klefa.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Mér finnst það bara fara eftir frammistöðu liðsins og leikmanns í hverjum leik, en þó oftast tapleikir.

Furðulegasti liðsfélaginn? Jeanne Sicat eða Helga Einars

Besti dómarinn í Domino’s Deildinni? Jón Guðmunds  

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég

Þín ráð til ungra leikmanna? Nota sumrin til að verða betri leikmaður og æfa aukalega en hlusta samt á líkamann!

 

Spurning frá Bergþóru Holton sem var síðast í 1 á 1:

Hver er uppáhalds Fóstbræðra sketsinn þinn? Er ekki mikið fyrir fóstbræður svo ég veit það ekki alveg

 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Ef þú þyrftir að velja þér kærustu/kærasta úr dominos deildinni hver væri það?