(Benedikt Blöndal, Valur, júní 2017)

Fullt nafn: Benedikt Blöndal
Aldur: 23 ára
Félag: Valur
Hjúskaparstaða: Á lausu
Nám/atvinna: B.Sc. í stærðfræði. Vinn í sumar sem flugfreyja og kenni stærðfræði
Happatala: 6

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfubolta og hvar? Byrjaði 11 ára að æfa í Val

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Leit upp til meistaraflokksins í Val, þar sem ég æfði. Ætli það hafi ekki helst verið Steingrímur Gauti Ingólfsson sem var lykilmaður í liðinu á þeim tíma.

 

Með hvaða félögum hefur þú spilað? Hef bara spilað með Val, fyrir utan skammvinnan feril með Itziger Bloweiss í fótbolta þegar ég var lítill.

 

Bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrrisdóttir

 

Bestu erlendu leikmennirnir í Domino´s-deildum kk og kvk? Amin Stevens og Mia Lloyd

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Ásta Júlía Grímsdóttir

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Bergur Emilsson

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ágúst Björgvinsson

 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Dwyane Wade

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Sá tvo leiki milli Celtics og Knicks í New York í úrslitakeppninni 2011. Virkilega skemmtileg upplifun.

 

Hvert er þitt uppáhaldslið í Evrópukörfunni? Barcelona

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Nokkrir sigrar koma upp í hugann. Það er alltaf skemmtilegt að enda tímabil á sigri og var mjög ljúft að klára oddaleikinn gegn Hamri í úrslitakeppni 1. deildar nú í vor.

 

Sárasti ósigurinn? Tap í oddaleik gegn Skallagrím í undanúrslitum 1.deildar 2016 eftir að hafa náð 2-0 forystu fyrr í viðureigninni.

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Hef gaman af flestum íþróttum. Ætli fótbolti sé ekki nr. 2. Annars hef ég oftast keppt í stærðfræði fyrir utan körfuna.

 

Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera? Það væri áhugavert að vera George R.R. Martin og vita þá hvernig Game of Thrones endar þennan eina dag.

 

Hvað er það „svaðalegasta“ sem þú hefur séð í körfuboltaleik? Það var “svaðalegt” að vera í stúkunni í Berlín þegar Logi jafnaði á móti Tyrkjum á lokasekúndunum.

 

Uppáhalds:
 

Kvikmynd: The Prestige

Leikari: Þorgeir Blöndal, hann hefur farið á kostum í myndböndum okkar Valsara síðustu tvö ár

Leikkona: Margar góðar og á erfitt með að gera upp á milli þeirra

Bók: A Storm of Swords og Síðasta setning Fermats

Frasi: Per aspera ad astra

Matur: Alltaf gott að fara í mat til ömmu

Matsölustaður: Búllan

Lag: Ekki switcha

Hljómsveit: Á mér enga uppáhalds hljómsveit

Staður á Íslandi: Heima er best

NBA lið: Miami Heat

Hátíðardagur: Aðfangadagur

Heimasíður: karfan.is
 

Eða:
Kók eða Pepsi?
Kók
Samsung eða iPhone? Samsung

Jordan eða LeBron? Jordan
Icelandair eða Wowair? Icelandair
 

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Hvíli mig vel, finnst gott að leggja mig ef ég hef tök á. Reyni að sjá fyrir mér það sem ég vil gera í leiknum.

 

Hver er síðasta máltíðin fyrir leik? Allur gangur á því. Finn mér eitthvað sem er til heima. Reyni að borða eitthvað kolvetnaríkt og gríp oftast banana á leiðinni út.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Má læra af báðum, en eftir tap rýna menn betur í hlutina og reyna að átta sig á því hvað hefði betur mátt fara.

 

Furðulegasti liðsfélaginn? Það hlýtur að vera Högni Egilsson. Hann kom inn í liðið á þar síðasta tímabili með sína sýn og orku inn í hópinn. Högni hefur fengið menn til að líta hlutina aðeins öðrum augum.

 

Besti dómarinn í Domino´s-deildinni? Davíð Tómas Tómasson

 

Erfiðasti andstæðingurinn? Maður er oft sjálfum sér verstur.

 

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa markvisst og nýta hverja æfingu vel en muna líka að hafa gaman af leiknum.

 

Spurning frá Emelíu Ósk Gunnarsdóttur sem var síðast í 1 á 1:

Hvort ertu meira mömmu- eða pabbastrákur/stelpa ?

Mömmustrákur

 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Hver er besta sundlaug landsins?