spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaZvonko snýr aftur - Á leið í Breiðholtið

Zvonko snýr aftur – Á leið í Breiðholtið

ÍR hefur bætt við sig kjöti í teiginn en liðið samdi í dag við nýjan leikmann. Leikmanninn þekkja körfuboltaáhugamenn ágætlega en von er á Zvonko Bulijan aftur til landsins og nú í Breiðholtið.

Zvonko lék í upphafi tímabils með liði Njarðvíkur og átti ansi eftirminnilegan fyrsta leik tímabilsins í DHL-höllinni. Þar setti hann 25 stig og 11 fráköst á rúmum 30 mínútum. Þar komst hann helst í fréttirnar fyrir að slá í viðkvæmasta stað Brynjars Þórs Björnssonar og uppskera þriggja leikja bann í framhaldinu. Njarðvík sagði upp samningi hans þegar samkomubannið hófst í lok október og sneri ekki aftur.

Nú ætti hann að vera búinn að sitja af sér þetta leikbann og klár í slaginn með ÍR út tímabilið. ÍR hefur byrjað tímabilið með ágætum og unnið fjóra af sex leikjum. Króatinn Zvonko ætti að styrkja liðið mikið og þá sérstaklega undir körfunni en hann er 206 cm á hæð.

Fréttir
- Auglýsing -