spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaZoran Vrkic hetjan er Tindastóll fór í 2-1 gegn Keflavík

Zoran Vrkic hetjan er Tindastóll fór í 2-1 gegn Keflavík

Tindastóll hafði sigur á loka sekúndunum í Síkinu í þriðja leik gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar karla, 95-94, en Stólarnir leiða nú seríuna 2-1.

Gangur leiks

Leikurinn fór mjög hratt af stað og það var frábær stemming í síkinu, liðinn voru mjög jöfn framan af fyrsta leikhluta en Stólarnir náðu að byggja upp smá foryrstu fyrir lok sá leikhluta eftir að Sigtryggur setti flautu körfu frá eigin teig.

Stólarnir héldu en í foryrstuna í öðru leikhluta, dómararnir flautuð ekki mikið í flautuna í fyrsta hálfleik og var því mikil harka báðum meginn. Bæði lið spiluðu frekar hægar sóknir og maður sá að bæði lið voru vel skipilögð varnalega. Þegar það leið á leikhlutan náðu Keflvíkingar að fara á hlaup og minka muninn, hálfleiktölur 43 – 41.

Leikurinn var enþá stál í stál í þessum leikhluta, alvöru harka báðum meginn og marg oft sem dómararnir hefðu getað flautað en gerðu það ekki, alvöru úrslitakeppnis leikur hér í gangi. Tölur í lok þriðja leikhluta 65 – 66.

Fjórði leikhlutin var það sama og síðustu leikhlutar, alvöru harka og æsispennandi leikur hér í síkinu.  Loka mínúturnar voru roslegar, í næst síðustu sókninni fer Zoran einn á einn á mót Val Orra en tapar boltanum, Keflvíkingar keyra upp völlinn og Hörður Axel tekur lokaskotið en klúðraði því, það þýddi að leikurinn var á leiðinni í framlengingu og var staðan í lok fjórða leikhluta 85 – 85.

Í framlengingunni náðu stólarnir fjagra stiga foryrstu þegar það var tæp mínúta eftir en þá hitti Darius þrist til að minka þetta niður í eitt stig, síðan fara Stólarnir í sókn og þar klikkar Zoran þrist, í næstu sókn dettur boltinn til Milka sem nær að klára layupið. Stólarnir taka leikhlé og endar Zoran með því að fara aftur í einn og einn og hann klárar leikinn með layupi, frábær leikur hér í síkinu.

Atkvæðamestir

Fyrir heimamenn var Javon Bess atkvæðamestur með 23 stig og 5 fráköst á meðan að Darius Tarvyda  dró vagninn fyrir gestina með 30 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Kjarninn

Gífurlega mikilvægar sigur Stólana, fyrsti leikurinn í þessari seríu sem var virkilega jafn. Þetta þýðir rosa mikið fyrir næsta leik þar sem Keflvíkingar koma mögulega brotnir á meðan Stólarnir mæta með stemminguna.

Hvað svo?

Fjórði leikur liðanna er á dagskrá komandi fimmtudag 14. Apríl í Blue Höllinni í Keflavík

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -