spot_img

Zeek Woodley til Þórs

Þór samdi á dögunum við tvo leikmenn fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Í gær sögðum við ykkur frá hinum kólumbíska Hansel Atencia, en í dag var tilkynnt um hinn bandaríska Zeek Woodley.

Zeek Woodley er 24 ára gamall bandarískur bakvörður. Á háskólaferlinum var Woodley með um 20 stig og 5 fráköst fyrir Northwestern St. Lárus þjálfari segir Woodley sterkan bakvörð sem geti spilað allar bakvarðarstöðurnar ásamt því að dekka stærri leikmenn.

Woodley lék í Kosóvó á síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -