spot_img
HomeFréttirZaza stigahæstur ? Brenton ekki langt undan

Zaza stigahæstur ? Brenton ekki langt undan

18:35

{mosimage}
(Brenton verður ekki með á laugardag)

Undankeppni B-deildar stendur sem hæst og klárast riðlarnir í næsta mánuði. Liðin hafa leikið allt frá fjórum og upp í sjö leiki. Íslendingar eru á topp 5 lista yfir stig, stoðsendingar og fráköst. Brenton Birmingham er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í undakeppninni með 17.3 stig í sex leikjum. Í gær skoraði hann 13 stig og tók 11 fráköst í fræknum sigri Íslands. Zaza Pachulia, stjörnuleikmaður Georgíu, er stigahæstur með 20.6 stig.

Brenton Birmingham mun ekki spila með landsliði Íslands gegn Lúxemborg á laugardag en hann sagði við Morgunblaðið að hann kæmist ekki frá vinnu og því yrði liðið án stigahæsta leikmannsins síns í leiknum.

Jakob Sigurðsson er þriðji stoðsendingarhæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og Hlynur Bæringsson er fjórði frákastahæstur með 9 fráköst í leik, en hann hefur ekki leikið með Íslandi í síðustu tveimur leikjum.

{mosimage}
(Zaza átti ekki stórleik gegn Íslandi)

Topp 5:
Stig
1. Zaza Pachulia(Georgía) 20.6
2. Catalin Burlacu(Rúmenía) 18.5
3. Benjamin Ortner(Austurríki) 18.3
4. Brenton Birmingham(Ísland) 17.3
5. Teemu Ranniko(Finnland) 17.0

Fráköst:
1. Alvin Jones(Lúxemborg) 10.5
2. Virgil Stanescu(Rúmenía) 10.0
3. Benjamin Ortner(Austurríki) 9.0
4. Hlynur Bæringsson(Ísland) 9.0
5. Zaza Pachulia(Georgía) 8.3

Stoðsendingar:
1. Teemu Ranniko(Finnland) 4.8
2. Dzimitry Kuzmin(Hvíta Rússland) 3.8
3. Jakob Sigurðsson(Ísland) 3.7
4. Petteri Koponen(Finnland) 3.2
5. Tom Schumacher(Lúxemborg) 3.2

myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -