spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaZarko Jukic hetja ÍR í Þorlákshöfn

Zarko Jukic hetja ÍR í Þorlákshöfn

Nýliðar ÍR lögðu Þór með minnsta mun mögulegum í Þorlákshöfn í kvöld í 15. umferð Bónus deildar karla, 94-95. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 14 í 5. til 9. sæti deildarinnar.

Fyrir leik

Þór sem tapaði naumlega fyrir KR og situr í 7.sæti með 14 stig tekur á móti ÍR sem er í 10.sæti með 12 stig en þeir unnu topplið Stjörnunnar í síðustu umferð og getur með sigri í kvöld komist uppað hlið Þórsara sem geta hinsvega með sigri uppí 5. Sæti með hagstæðum úrslitum í leik Keflavíkur og Vals.

Þórsarar tilkynntu tvo nýja leikmenn í vikunni þá Mustapha Heron sem leikið hefur þrjá leiki nú þegar fyrir Þór og líka Steeve Ho You Fat, sem lék áður með Haukum á tímabilinu en hann kom inn fyrir hinn danska Jokic eða Morten Bulow eins og hann var skírður kvaddi höfnina.

Hjá ÍR, sem er eitt heitasta lið deildarinnar, eru allir heilir og Borce klár.

Byrjunarlið

Þór: Heron, Tomsick, Emil, Steeve, Jordan.

ÍR: Falko, Pryor, Hákon, Zarko, Matej.

Gangur leiks

Í stöðunni Þór 2-13 ÍR tekur Lárus leikhlé en ÍR ingar eru að hlaupa sín kerfi vel og gott boltaflæði. En einhver stirðleiki hjá Þór. Leikhlutinn endar Þór 24 – 32 ÍR. Eftirtektarvert við tölfræði að framlag hjá Þór er 26 hjá liðinu meðan ÍR er með 44 í framlag.

Í öðrum leikhluta snúa heimamenn þessu við með betri varnarvinnu auk þess sem ÍR ingar hitta ekki eins vel. En augljóst að Þórsarar eru að með marga nýja og liðið er að aðlagast. Svoldið um ástríðu og fær Ágúst aðstoðar þjálfari Þórs tæknivillu fyrir mótmæli en það er stemning og mikil skemmtun sem bæði lið eru að bjóða uppá í fyrri hálfleik sem endar Þór 51 – 48 ÍR.

Skemmst frá því að segja að Þór bætti sig um 35 framlagstig milli leikhluta.

Tölfræði fyrri hálfleiks:

Þór: FG 64% 15 Reb 14 Ast. Steeve 13 stig. 

ÍR :  FG 44% 18 Reb 13 Ast. Falko 14 stig.

ÍR byrja seinni hálfleik á 6-0 áhlaupi og komast yfir. Falko gerir öllum liðum erfitt fyrir auk þess sem ÍR ingar eru með skemmtilegasta liðið í deildinni að horfa á. Mikil ákefð hjá ÍR ingum en samt ná þeir ekki að ná að brjóta Þórsara sem koma til baka með góðri vörn. Ólafur er að eiga sinn besta leik hér í kvöld á báðum helmingum og leiðtogi liðsins J.Sample leiðir sýna menn í vörninni. Leikhlutinn endar Þór 75-76 ÍR

Fjórði leikhluti er jafn og stefnir allt í naglbít. Liðin skiptast á forystu allan leikhlutan og Þór einu stigi yfir þegar tíu sek eru eftir og Þór á tvær villur að gefa. Falko á að fá boltann og hann gerir það hann nær skotinu og Zarko blakar svo boltanum oafní og skilur eftir 0,9 sek.

Tomsick fær boltan í lokaskotinu og nær því en það geigar. Þórsarar vilja meina að það sé villa en ekkert dæmt. Þór 94 -95 ÍR. Við þetta er ÍR komið uppað hlið Þórs með 14 stig en það eru fimm lið með 14 stig frá 5 sæti niður í 9 sæti.

Tölfræði leiks 

Þór: Tomsick 21 stig 5 st J.Sample 16 stig 12 frk. 

ÍR: Falko 28 stig 26 frl. M.Kavas 28 stig 34 frl

Hvað svo?

Þór fer til Hafnarfjarðar og heimsækja Hauka föstudaginn 31. Janúar kl 19:00

ÍR fá Álftanes í heimsókn fimmtudaginn 30. Janúar.

Fréttir
- Auglýsing -