spot_img
HomeFréttirZaragoza vann úti og mætir Real Madrid í undanúrslitum

Zaragoza vann úti og mætir Real Madrid í undanúrslitum

CAI Zaragoza lagði Valencia á útivelli í ACB deildinni í kvöld og komst þannig í undanúrslit ACB deildarinnar. Lokatölur voru 77-83 Zaragoza í vil sem steinlá í fyrsta leik liðanna, vann annan leikinn heima eftir þríframlengdan leik og í kvöld höfðu Jón Arnór Stefánsson og félagar í Zaragoza 6 stiga útisigur.
 
Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum á tæpum 22 mínútum og tók eitt frákast. Jón setti niður 3 af 5 þristum sínum í leiknum. Michaell Roll var stigahæstur með 19 stig og 6 fráköst en Justin Doellman var með 14 stig í liði Valencia.
 
Zaragoza mætir því Real Madrid í undanúrslitum og í hinni undanúrslitaseríunni mætast Barcelona og Gran Canaria. Jón Arnór heldur því áfram að rita nýja kafla í sögubækurnar og verður nú fyrstur Íslendinga til að leika í undanúrslitum á Spáni!
  
 
Fréttir
- Auglýsing -