spot_img
HomeFréttirZaragoza sópað út með sæmd

Zaragoza sópað út með sæmd

 Zaragoza lið Jóns Arnórs var sópað út af fyrnasterku liði Real Madrid í kvöld.  Óhætt að segja að það hafi ekki verið nein skömm af því enda lið Real líkt og 12 höfða skrímsli sem nánast ómögulegt var að eiga við.  Þó voru Zaragoza menn inní leiknum fyrstu þrjá fjórðunga leiksins en í þeim þriðja hóf Jaycee Carroll skothríð að körfu Zaragoza sem í raun varð endalok þeirra þetta tímabilið.  ”Þeir eru náttúrulega með svakalegt lið, ef fyrstu fimm eru ekki að standa sig þá kemur inná bara næstu fimm sem eru jafn sterkir ef ekki bara sterkari og þannig getur þetta lið rúllað leikmönnum sínum” sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leik. 
 
Jón náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum enda var spilatími hans að þessu sinni af skornum skammti.  Þó skoraði okkar maður 5 stig og var að sýna mátt sinn varnarmegin í leiknum.  ”Við hofum átt gott tímabil, við áttum þau markmið að komast í úrslitakeppni og að spila í konungsbikar og þeim markmiðum var náð. Það verður gaman á næsta ári því þá spilum við í evrópukeppninni.  En nú þegar er nokkuð ljóst að liðið mun breytast því það eru um 5 leikmenn sem munu ekki koma til með að vera með okkur á næsta ári.  Ég tel einmitt góðan árangur okkar stafa að miklu leiti af því að við erum búnir að vera sami hópurinn núna saman lengi.” sagði Jón einnig eftir leik. 
 
En þegar öllu er á botninn hvolft þá voru það Real Madrid sem voru einfaldlega númeri of stórir fyrir lið Zaragoza og taldi Jón nokkuð víst að Real Madrid myndi taka spænska titilinn í ár. 
 
Við biðjumst afsökunar á þeim tækni truflunum sem urðu á beinni lýsingu en þannig fór að netið á húsinu var algerlega slökkt þegar leikurinn hófst.  Við fengum þær skýringar að það væri vegna öryggis en á leiknum voru ýmsir pólitískir stuðningsmenn Madridar liðsins og því var þessi ráðstöfun höfð á og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skammir þá fengu við engu við gert vegna þessa.   Efni frá kvöldinu munu hinsvegar birtast á næstu dögum.  T.d. fyrir utan höllina þegar Jón Arnór hitti eldheita stuðningsmenn og kappinn var að gefa varning frá liðnu tímabili. Nokkuð skondið atvik. 
Fréttir
- Auglýsing -