spot_img
HomeFréttirZaragoza slapp með sigur gegn Manresa

Zaragoza slapp með sigur gegn Manresa

Íslendingaslagur var á boðstólunum í ACB deildinni á Spáni í dag þegar Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza heimsóttu Hauk Helga Pálsson og Assignia Manresa. Skemmst er frá því að segja að Zaragoza nældi sér í 75-82 sigur á útivelli þar sem Jón skoraði 7 stig.
 
Haukur Helgi Pálsson kom ekki við sögu í leiknum að þessu sinni en Jón var sem fyrr atkvæðamikill í liði Zaragoza með 7 stig og 5 fráköst.
 
Manresa er nú komið eitt á botn ACB deildarinnar en Zaragoza fór upp í 7. sæti með sigrinum. Í hálfleik var staðan 28-39 fyrir Zaragoza eftir góðan lokasprett á fyrri háflleik. Manresa opnaði síðari hálfleik af krafti og minnkaði muninn í 47-49 en Zaragoza var ávalt við stýrið og kláraði 75-82.
 
Staðan í ACB deildinni
Endesa League Standings 2012-13 Round 11 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 10 10 0 889 759  
2   Valencia Basket 11 8 3 860 802  
3   Bilbao Basket 11 8 3 862 812  
4   Caja Laboral 10 7 3 806 750  
5   Herbalife Gran Canaria 10 7 3 737 708  
6   Regal FC Barcelona 11 7 4 871 760  
7   CAI Zaragoza 11 7 4 835 769  
8   Asefa Students 10 6 4 842 778  
9   Unicaja 10 6 4 747 702  
10   Blancos de Rueda Valladolid 11 6 5 869 890  
11   Blusens Monbus 10 5 5 725 730  
12   Joventut FIATC 11 5 6 851 864  
13   CB Murcia UCAM 10 4 6 764 822  
14   CB Canarias 11 3 8 846 897  
15   Mad-Croc Fuenlabrada 11 2 9 819 915  
16   Cajasol 11 2 9 730 876  
17   Lagun Aro GBC 10 1 9 710 802  
18   Manresa Assignia 11 1 10 819 946
 
 
Fréttir
- Auglýsing -