Jón Arnór Stefánsson gerði fjögur stig á rúmlega 24 mínútum í dag þegar Barcelona heimsótti CAI Zaragoza í ACB deildinni á Spáni. Lokatölur voru 50-65 Barcelona í vil. Jón var í byrjunarliðinu í dag og setti niður 2 af 6 teigskotum sínum, brenndi af tveimur þristum, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Stigahæstur í liði Zaragoza var Damjan Rudez með 14 stig en hjá Barcelona var Pete Mickeal með 11 stig og 9 fráköst.
Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliðinu hjá Manresa í dag sem tapaði 81-83 á heimavelli þegar Valladolid kom í heimsókn. Haukur lék í 14 mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig þegar hann setti niður þrist. Haukur var einni gmeð tvö fráköst og eina stöðsendingu.
Eftir leiki helgarinnar er Zaragoza í 10. sæti deildarinnar með tvo sigra og tvö töp en Manresa er í 15. sæti og eitt af fjórum liðum í deildinni sem enn hafa ekki unnið leik.