spot_img
HomeFréttirZaragoza leikur í Bonn í kvöld

Zaragoza leikur í Bonn í kvöld

Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í CAI Zaragoza verða í Þýskalandi í kvöld þegar þeir mæta Telekom Baskets Bonn í Eurocup. Þetta er annar leikurinn í röð sem Zaragoza leikur í Þýskalandi en liðið lá gegn Alba Berlin þann 23. október síðastliðinn þegar liðin mættust á heimavelli Berlínarmanna.
 
 
CAI Zaragoza vann fyrsta leikinn í Eurocup gegn Belfius Mons Hainaut svo þeir frá Spáni eru á pari þessa stundina. Eins og á flestum öðrum stöðum er keppni tiltölulega nýhafin í Þýskalandi. Telekom Baskets Bonn hafa byrjað vel, unnið fimm leiki og tapað einum og eru í 3. sæti en Alba Berlín sem Zaragoza tapaði fyrir í síðasta leik Eurocup eru í 8. sæti deildarinnar með þrjá sigra og einn tapleik svo það gæti orðið hörkuleikur hjá þessum tveimur liðum í kvöld.
 
Viðureign Zaragoza og Telekom Baskets hefst kl. 19:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma.
  
Fréttir
- Auglýsing -