spot_img
HomeFréttirZaragoza lá í Þýskalandi

Zaragoza lá í Þýskalandi

CAI Zaragoza léku í kvöld sinn annan leik í Eurocup þar sem liðið heimsótti Alba Berlín til Þýskalands. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni í hörkuleik, 71-68.
 
 
Jón Arnór Stefánsson gerði 8 stig í tapliði Zaragoza á tæpum 22 mínútum. Jón var einni með 2 fráköst og 1 stoðsendingu í leiknum. Stigahæstur í liði Zaragoza í kvöld var Giorgi Shermadini með 14 stig en hjá Alba Berlin var David Logan með 18 stig.
 
Vörn heimamanna reyndist Zaragoza um megn í kvöld þar sem Alba Berlin skelltu í lás í fjórða leikhluta og Zaragoza náðu aðeins að gera 11 stig þessar 10 síðustu mínútur leiksins. Zaragoza hefur því byrjað Eurocup á einum sigri og einum tapleik en eru þrátt fyrir það í 2. sæti D-riðils í keppninni.
 
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza í Eurocup í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -