10:01:44
Memphis Grizzlies hafa fengið framherjann öfluga Zach Randolph frá LA Clippers í skiptum fyrir Quentin Richardson.
Þeir léku saman hjá NY Knicks þar til Randolph var skipt til Clippers, en Richardson er nú kominn aftur á fornar slóðir þar sem hann hóf feril sinn með liðinu árið 2000.
Nánar hér að neðan…
Richardson var skipt fyrir Darko Milicic frá Knicks til Grizzlies fyrr í sumar.
Randolph er gríðarlega öflugur leikmaður sem er líklegur til að skora 20 stig og taka 10 fráköst í hverjum leik, en með tilkomu nýliðans Blake Griffin er honum ofaukið í liði sem er einnig með Chris Kaman og Marcus Camby.
ÞJ