Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í United Höllinni í Chicago lögðu heimamenn í Bulls lið New Orleans Pelicans, 116-129. Bulls það sem af er tímabili í 10. sæti Austurstrandarinnar með 42% sigurhlutfall á meðan að Pelicans eru í 12. sæti Vesturstrandarinnar með 46% sigurhlutfall.
Atkvæðamestur fyrir Pelicans í leiknum var bakvörðurinn Lonzo Ball með 21 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Bulls var það Zach Lavine sem dróg vagninn með 46 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Lavine og liðsfélagi hans Coby White urðu í leiknum fyrstu liðsfélagar sögunnar til þess að setja hvor um sig niður átta þriggja stiga skot.
Það helsta úr leik Bulls og Pelicans:
Oklahoma City Thunder 113 – 114 Los Angeles Lakers
Toronto Raptors 137 – 115 Washington Wizards
Atlanta Hawks 117 – 118 Dallas Mavericks
Indiana Pacers 94 – 104 Brooklyn Nets
Charlotte Hornets 114 – 130 Memphis Grizzlies
LA Clippers 119 – 112 Minnesota Timberwolves
New Orleans Pelicans 116 – 129 Chicago Bulls
Cleveland Cavaliers 95 – 133 Denver Nuggets
Milwaukee Bucks 124 – 125 Phoenix Suns