spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Yrðum minnsta þjóðin

Yrðum minnsta þjóðin

Færi svo að Ísland næði að tryggja sig inn á lokamót EuroBasket með annaðhvort sigri gegn Tyrklandi á morgun, eða að Ungverjaland næði ekki að vinna Ítalíu yrði Ísland minnsta þjóðin á lokamótinu þetta árið.

Það sem af er keppni hafa 20 þjóðir þegar tryggt sér þátttökurétt. Þar hafa 16 gert það í gegnum undankeppnina og Lettland, Finnland, Pólland og Kýpur gerðu það sjálfkrafa með því að halda sjálft lokamótið í ágúst.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Þó eru nokkrar smáþjóðir sem hafa tryggt sig inn á mótið. Næstar Íslandi (399.266 manns) í fólksfjölda væru að sjálfsögðu ein af þjóðum mótshaldara Kýpur (1.370.754 manns) og svo Eistland (1.344.232 manns) Lettland (1.853.559 manns) og Slóvenía (2.117.650 manns) sem allar tryggðu sig áfram í gegnum riðlakeppni undankeppninnar.

Liðin sem hafa tryggt sig áfram:

Slóvenía, Ísrael, Ítalía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Spánn, Belgía, Bosnía, Frakkland, Bretland, Tékkland, Grikkland, Georgía og Eistland og Litháen hafa öll tryggt sér þátttökurétt í gegnum undankeppnina. Þá hafa Pólland, Finnland, Lettland og Kýpur tryggt þátttökurétt sinn sem þjóðirnar sem halda mótið.

Lang næst Íslandi í fólksfjölda sem á möguleika á að vera með á lokamótinu er Svartfjallaland (632.729 manns) en frekar líklegt verður að teljast að þeir nái að tryggja sig áfram á lokamótið úr D riðil undankeppninnar annað kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -