23:15
{mosimage}
Haukar telfdu fram nýjum erlendum leikmanni, Kiera Tardy.
Haukar eru komnir áfram í Poweradebikarnum eftir góðan sigur á Snæfell 102-45. Haukar telfdu fram nýjum leikmanni, Kiera Tardy, sem leit nokkuð vel út.
Það var léttur haustbragur á leik Hauka en Yngvi Páll Gunnlaugsson var á því að liðið væri á réttum stað. „Þetta er í fyrsta skipti sem allt liðið spilar saman og það var létt spenna í stelpunum í byrjun en þetta small saman þegar leið á leikinn.” sagði Yngvi en litlu munaði á liðinum eftir fyrsta leikhluta.
Haukar voru létt spenntir í byrjun og náðu Snæfellingar að hanga í þeim framan af. Segjast verður að Snæfell leit vel út og verða þær sterkar í 1. deildinni (áður 2. deild) í vetur.
Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta en þó með litlum mun, 19-15.
Haukaliðið náði að losa um spennuna og var þá ekki aftur snúið. Haukaliðið var allt í öllu á vellinum og sáust margir fínir taktar.
Allir stóru leikmenn Hauka, Telma Fjalarsdóttir, Hanna Hálfdanardóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Unnur Tara Jónsdóttir og Sara Pálmadóttir, voru sterkar undir körfunni og tóku samtals 37 fráköst.
Í seinni hálfleik var þetta algjör einstefna. Snæfellingar hálfpartinn gáfust upp og munurinn á liðunum jóks og jókst. Haukar unnu seinni hálfeikinn með 36 stigum og leikinn samtals 102-45 eftir að staðan var 44-23 í hálfleik.
Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 23 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendinar en næst henni var Hanna Hálfdanardóttir með 14 stig og 9 fráköst.
Hanna leit vel út í leiknum og spilaði glymrandi vel en hún hefur verið að berjast við erfið bakmeiðsli í nokkurn tíma. Hún kom með mikinn kraft af bekknum og ef hún tollir heil verður hún virkilega mikilvæg Haukaliðinu í vetur.
Kiera Tardy átti fína spretti en hún lenti í gær og má því segja að henni hafi verið hent beint í djúpu laugina. Hún var drjúg í vörninni, skoraði 11 stig og átti 8 stoðsendingar.
Skemmtilegt var að sjá Öldu Leif Jónsdóttur í búningi Snæfells en það er langt síðan hún hefur sést í öðrum búningi en ÍS búningnum. Hún var lang atkvæðamest Snæfellinga með 20 stig.
Myndir: Emil Örn Sigurðarson
{mosimage}
{mosimage}