spot_img
HomeFréttirYngvi: Þessi er klárlega sá sætasti

Yngvi: Þessi er klárlega sá sætasti

1:00

{mosimage}
(Yngvi Gunnlaugsson lyftir hér bikarnum á loft með Henningi Henningssyni aðstoðarþjálfara Hauka)

„Nei mér líður vel, ég þurfti á þessu að halda til að kæla mig niður” sagði blautur Yngvi Gunnlaugsson rétt eftir að hann hafði fengið fulla fötu af vatni yfir sig frá leikmönnum Hauka.

„Ég ákvað að hlaupa ekki í burtu þegar ég sá fötuna ekki frekar en þessar stelpur þær hafa svarað kallinu og hafa aldrei skorast af hólmi og ég gat ekki farið að gera þeim það að hlaupa hérna í burtu eins og höfuðlaus kjúkklingur”

Yngvi er einn sigursælasti yngriflokka þjálfari Hauka og hefur unnið alla bikara sem í boði eru með þeim. Aðspurður um hvernig honum fyndist að vera nú Íslandsmeistari sem þjálfari meistaraflokks hafði hann þetta að segja.
„Þetta er klárlega sá sætasti. Að finna stuðningin frá stjórninni og félaginu og þessi hópur er bara hreinlega frábært að vinna með. Það er bara gott fólk hérna og svo ánægjulegt. Ég kom hingað fyrir átta árum og að standa sem Íslandsmeistari fyrir þetta félag er mér ómetanlegt”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -