Yngva Gunnlaugssyni hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. www.sport.is greinir frá. Samkvæmt heimildum Sport.is bar nokkuð á milli hjá Yngva og stjórnar körfuknattleiksdeildar Vals hvaða mannskap varðar en ólíklegt var að Valur myndi taka tvo kana eins og Yngvi átti von á. Yngvi kom Val upp í IE-deildina fyrir tímabilið eftir að leggja Þór frá Akureyri í umspili.
Heimildir Sport.is herma að Ágústi Björgvinssyni, þjálfara kvennaliðs Vals, hafi verið boðið að taka við karlaliðinu en hann myndi þá stjórna bæði karla og kvennaliði félagsins. Ágúst hefur ekki gefið svar um að hann taki bæði liðin að sér en hann hefur einbeitt sér að því að byggja upp afar sterkt kvennalið sem verður vafalaust í toppbaráttunni.