Nýjar sóttvarnartakmarkanir voru kynntar í dag. Þar var kveðið á að um afléttingu á keppnis- og æfingabanni í íþróttum, þar sem að samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið alveg eftir, áhorfendur voru bannaðir.
Hafa yfirvöld nú tekið þá ákvörðun að hverfa frá þeirri ákvörðun og að 100 áhorfendur verði leyfilegir, svo lengi sem þeir verði skráðir í sæti.
Breytingin gerir það að verkum að íþróttaviðburðir munu sæta svipuðum reglum og sviðslistir, en þar er getið á um að 100 geti verið í hverju sóttvarnarhólfi.