spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaYfirlýsing Tindastóls vegna ummæla stuðningsmanns um Kristófer Acox - "Hlutverk allra sem...

Yfirlýsing Tindastóls vegna ummæla stuðningsmanns um Kristófer Acox – “Hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman”

Ömurlegt atvik átti sér stað fyrr í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki þegar að leikmaður KR, Kristófer Acox, fékk að heyra raísk ummæli um sig frá stuðningsmanni Stólana. Opnaði leikmaðurinn sig með málið á samskiptamiðlinum Twitter eftir leik, þar sem að viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en hana má lesa hér fyrir neðan.

 

Stjórn KKD Tindastóls harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í kvöld (fimmtudag) í Síkinu. Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun.

Stjórn KKD Tindastóls vil biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig.

Fh KKD Tindastóls
Ingólfur Jón Geirsson
Formaður

Fréttir
- Auglýsing -