spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaYfirlýsing frá leikmönnum Aþenu

Yfirlýsing frá leikmönnum Aþenu

Nokkuð hefur gustað um meistaraflokk Aþenu í Bónus deild kvenna síðustu daga, en í fjölmiðlum hefur þjálfari liðsins meðal annars verið sakaður um ofbeldi í garð leikmanna.

Rétt í þessu sendi félagið frá sér fréttatilkynningu með yfirlýsingu frá leikmönnum félagsins þær sem þær ásakanir eru brotnar á bak aftur. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan, en í henni tjá leikmenn sig um umræðu síðustu daga.

Yfirlýsing:

Að ósk leikmanna meistaraflokks kvenna birtum við neðangreinda yfirlýsingu

Að gefnu tilefni,

Við, leikmenn meistaraflokks Aþenu höfum ákveðið að tjá okkur um umræðu síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að við séum beittar ofbeldi og orð eins og “ofbeldissamband” notað til að lýsa okkar aðstæðum. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki beittar ofbeldi. Okkur þykir slíkar yfirlýsingar vanvirðing við okkur sem fullorðna einstaklinga sem af fúsum og frjálsum vilja göngum í Aþenu og spilum fyrir okkar lið. Við erum fullfærar um að tjá tilfinningar okkar, mynda okkar eigin skoðanir, draga ályktanir og erum á allan hátt dómbærar á það sem gerist í kringum okkur. Að nota orðið ofbeldi í þessu samhengi er bæði villandi og skaðlegt. Það gerir einnig lítið úr alvarlegu eðli raunverulegs ofbeldis.

Engin sem hafa haldið þessari umræðu á lofti hafa komið að máli við okkur leikmennina. Það er óásættanlegt að einstaklingar sem hafa tjáð sig um málið opinberlega, t.d. Bjarney Láru Bjarnadóttir sem upphóf ofbeldisásakanirnar, hafi ekki haft beint samband við okkur heldur myndi skoðanir á okkur og geri okkur upp tilfinningar út frá myndbrotum úr viðtölum eða fyrirsögnum í fjölmiðlum.

Ásakanir sem þessar eru ekki bara vanvirðing gagnvart okkur leikmönnum meistaraflokks heldur hefur einnig áhrif á iðkendur í yngri flokkum félagsins. Leikmenn meistaraflokks þjálfa yngri flokka og hefur iðkendahópurinn stækkað gríðarlega og inniheldur stelpur sem hafa jafnvel ekki fengið tækifæri til íþróttaiðkunar áður. Við skorum á öll sem hafa áhuga að hafa samband við okkur leikmennina svo við getum rætt málin. Þið eruð velkomin á æfingu hvenær sem er. Yfirlýsing þessi er á engan hátt yfirlýsing félagsins, leikmenn fengu leyfi til að birta hana á Facebook síðu Aþenu.

Anna Margrét Lucic Jónsdóttir

Ása Lind Wolfram

Barbara Zieniewska

Darina Andriivna Khomenska

Dzana Crnac

Elektra Mjöll Kubrzeniecka

Gréta Björg Melsted

Gwen Peters

Hanna Þráinsdóttir

Jada C Smith

Lynn Peters

Tanja Ósk Brynjarsdóttir

Teresa S Da Silva

V.K. Morrow

Fréttir
- Auglýsing -