spot_img

Yfirgefur Smárann

Aytor Alberto hefur yfirgefið lið Breiðabliks í fyrstu deild karla.

Staðfestir félagið þetta með tilkynningu fyrr í dag, en í henni segir meðal annars að Aytor haldi nú á vit nýrra ævintýra í Austurríki, þar sem hann hefur samið um að leika næst. Það sem af var tímabili hafði Aytor verið einn af buraðrrásum liðs Blika og skilað 18 stigum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og Aytor Alberto hafa komist að samkomulagi um að segja upp samningi hans við félagið. Aytor gekk til liðs við Breiðablik í byrjun leiktíðar og hefur leikið vel. Hann er meðal annars stigahæsti leikmaður liðsins fyrir áramót með 18 stig að meðaltali í leik.

Þessi ákvörðun er tilkomin vegna óvæntra breytinga í leikmannahópi liðsins og þakkar stjórn körfuknattleiksdeildar Aytor fyrir samstarfið fyrri hluta tímabils. Aytor heldur nú til móts við ný ævintýri í Austurríki þar sem hann hefur skrifað undir samning til loka leiktíðar.

Fréttir
- Auglýsing -