spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaYfirgefur Njarðvík fyrir lokasprettinn

Yfirgefur Njarðvík fyrir lokasprettinn

Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur og mun ekki leika meira með liðinu á þessari leiktíð í Bónus deild karla.

Staðfestir þjálfari liðsins Rúnar Ingi Erlingsson tíðindin í hlaðvarpi Endalínunnar, en hann segir ákvörðunina hafa verið sameiginlega og að hún hafi bæði verið af körfuboltalegum ástæðum sem og ekki.

Evans kom til Njarðvíkur eftir að tímabilið var farið af stað, en í 12 leikjum fyrir félagið skilaði hann 16 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -