Bakvörðurinn Björn Kristjánsson er kominn með félagaskipti til Vals úr KR.
Björn er 32 ára og að upplagi úr KR, en þá hefur hann einnig leikið fyrir Njarðvík, Fsu, Stjörnuna, ÍR og Breiðablik. Flest árin í meistaraflokk hafa þó verið með KR, þar sem hann var mikilvægur hlekkur í fjórum Íslandsmeistaratitlum félagsins.
Björn hefdur verið nokkuð mikið frá vegna meiðsla á síðustu árum, en á þessu tímabili hóf hann aftur að leika fyrir KR í Bónus deildinni, en það sem af var tímabili hafði hann tekið þátt í átta leikjum með liðinu.