spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaYfirgefur KR fyrir annað Reykjavíkurfélag

Yfirgefur KR fyrir annað Reykjavíkurfélag

ÍR hefur samið við Dani Koljanin um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Dani er króatískur framherji sem kemur til ÍR frá KR, þar sem hann hefur leikið 53 leiki síðan hann kom til þeirra tímabilið 2021-22. Á yfirstandandi tímabili hefur hann leikið 8 leiki fyrir KR og skilað að meðaltali 7 stigum og 5 fráköstum á tæpum 18 mínútum spiluðum.

Tilkynning:

Dani yfirgefur KR

Dani Koljanin hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við KR og er því frjálst að yfirgefa félagið. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Dani fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -