Bo Guttormsdóttir Frost mun ekki leika fleiri leiki fyrir Njarðvík á yfirstandandi tímabili í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilynningu fyrr í dag.
Bo, sem einnig er með enskan ríkisborgararétt og hefur leikið fyrir yngri landslið Englands, mun halda þangað til náms í janúar. Kom hún til Njarðvíkur fyrir yfirstandandi tímabil og þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul skilaði hún 11 stigum að meðaltali í leik með liðinu sem er við topp Bónus deildarinnar.