Charisse Fairley mun ekki leika fleiri leiki fyrir Grindavík í Subway deild kvenna á þessu tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Samkvæmt tilkynningu ákvað Grindavík að segja upp samningi Charisse, en hún hafði skilað 8 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 11 leikjum fyrir félagið.