Leikmaður Aþenu Elektra Mjöll Kubrzeniecka mun halda vestur um haf og leika í bandaríska háskólaboltanum á næstu leiktíð.
Elektra mun ganga til liðs við Garden City skólann í Kansas, en hann leikur í Kansas Jayhawk hluta NJCAA hluta háskólaboltans.
Elektra er 19 ára gömul og er að upplagi úr Hamri í Hveragerði, en árið 2021 gekk hún til liðs við Aþenu. Þar var hún mikilvægur leikmaður í liði þeirra sem vann sér sæti í efstu deild á síðasta tímabili og þá skilaði hún 7 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í Bónus deildinni á yfirstandandi tímabili.