Þór 85 – Njarðvík 57
Hvort sem sterk byrjun Þórs í leiknum hafði slegið gestina út af lagi eður ei þá leit það þannig út enda má segja að Þór hafi lagt grunninn að því sem koma skyldi strax í fyrsta leikhluta.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 28-11 / 18-10 (hálfleikstölur 46-21) 16-16 / 23-20 lokatölur 85-57
Aðspurð hvort sterk byrjun Þórs hafi hugsanlega komið Njarðvíkingum á óvart hafði Sylvía Rún þetta að segja ,,Ég vona ekki því ég/við viljum bara að allir viti að við séum að koma í alla leiki og sýna baráttu og ekkert að gefast upp”. Og það var nákvæmlega það sem einkenndi leik Þórs í dag, gríðarleg barátta, vilji og gleði allt frá fyrstu mínútu þar til yfir lauk.
Hvort sem sterk byrjun Þórs í leiknum hafði slegið gestina út af lagi eður ei þá leið það þannig út enda má segja að Þór hafi lagt grunninn að því sem koma skyldi strax í fyrsta leikhluta. Skotin duttu með Þór meðan hvorki gekk né rak hjá Njarðvíkingum og þegar annar leikhlutinn hófst var forskotið orðið17 stig. Þór vann leikhlutann 28-11.
Í öðrum leikhluta hélt Þór áfram góðum tökum á leiknum þótt ekki væri til að byrja með alveg sami kraftur í leiknum og í fyrsta leikhluta, til að byrja með. En þegar leið á bættu Þórsstúlkur aftur í og tóku að bæta í forskotið jafnt og þétt. Þór vann leikhlutann 18-10 og hafði 25 stiga forskot í hálfleik 46-21.
Í fyrri hálfleik má segja að Sylvía Rún hafi leikið við hvurn sinn fingur þá hafði hún þegar skorað 16 stig og var með 8 stolna bolta. Gestirnir réðu ekkert við Sylvíu þá. Einnig áttu þær Rut Herner og Hrefna Ottósdóttir magnaðan leik.
Eitthvað virðist sem ávaxtakarfan hafi haft róandi áhrif á Þórsliðið í hálfleik því það tók liðið nokkurn tíma að finna rétta taktinn. Það var þó ekki meir en svo að gestirnir gætu nýtt sér það neitt sérstaklega nema að því leiti að halda í horfinu. Leikhlutinn endaði 16-16 og því munurinn enn 25 stig þegar fjórði leikhlutinn hófst 62-37.
Þar sem úrslit leiksins voru í ráðin og aðeins spurning hvers stór sigurinn yrði var Helgi Rúnar duglegur að skipta út leikmönnum og fengu allir 11 leikmenn liðsins að spreyta sig og stóðu sig með prýði. Það opnaði á að gestirnir næðu að skora meir í leikhlutanum en í fyrstu þrem en það bara dugði ekki til. Þór vann leikhlutann 23-20 og 28 stiga sigur staðreynd 85-57.
Eins og lokatölur leiksins sýna voru yfirburðir Þórs í dag miklir og gestirnir frá Njarðvík réðu ekkert við Þórsliðið sem lék á alls oddi. Þegar leikmenn eins og Sylvía Rún, Hrefna og Rut Herner eru í slíku stuði er betra að andstæðingarnir séu á tánum.
Sylvía Rún var atkvæðamest í dag ekki bara í liði Þórs heldur bar hún af á öllum sviðum. 30 stig 12 fráköst, 5 stoðsendingar og 11 stolnir boltar geggjuð frammistaða. Þá var Hrefna hreint út sagt frábær líka, skoraði 23 stig þar af 5 þrista, 7 fráköst 5 stoðsendingar og 3 stolnir boltar. Rut Herner var með 16 stig 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Karen Lind 7 stig, Sædór 5 stig og 5 fráköst og þær Belinda Berg og Kolfinna Jóhannsdóttir 2 stig hvor. Þá komu þær Eva Wium, Marta Bríet og Kristrún Ríkey og Ásgerður Jana við sögu þótt ekki næðu þær að skora. Þær gerðu aðra hluti sem þarf að gera annað enn að skora t.d. tók Jana 4 fráköst og var með 1 stoðsendingu.
Hjá Njarðvík var Vilborg Jónsdóttir með 12 stig 5 fráköst og 2 stoðsendingar, Eva María 10 stig 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Svala Sigurðar 7 stig og 4 fráköst, þá voru þær Eva Sól, Ása Böðvars með 6 stig hvor, sem og Lára Ösp sem að auki tók 7 fráköst, Jóhanna Lilja 5 stig og 4 fráköst, Anna Lilja 3 stig og Júlía Scheving 2 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Þór í 2.-4. sæti deildarinnar með 4 stig líkt og Grindavík og Njarðvík en Fjölnir trónir á toppi deildarinnar með 6 stig.
Tölfræði leiks
Viðtal, umfjöllun og myndir / Páll Jóhannesson