spot_img
HomeFréttirYao Ming hættur

Yao Ming hættur

 Hinn risavaxni kínverji Yao Ming sem leikið hefur með Houston Rockets í NBA deildinni hefur ákveðið að nema staðar og leggja skó sína á hilluna. Yao hefur lítið leikið á síðustu árum vegna meiðsla en hann lék í 9 ár í NBA deildinni.
 Á síðustu tveimur tímabilum lék Yao aðeins 5 leiki vegna meiðsla og hefur hann nú gefist uppá því að ná sér að fullu eftir að hafa slegist við þessi ökkla meiðsli.  Yao kom inní deildina sem fyrsti valréttur árið 2002 og varð strax vinsæll og um leið lyfti hann NBA deildinni á annað plan í heilli heimsálfu (Asíu)
 
Yao skilaði 19 stigum , 9 fráköstum og um 2 vörðum skotum á leik á ferli sínum í deildinni með Houston Rockets.  Endanlega ákvörðun Yao kom þegar hann eignaðist dóttir nú fyrir skömmu. Þá var haft eftir honum að hann vildi getað í framtíðinni hlaupið um og leikið sér með dóttur sinni en ekki vera í gipsi og með hækkjur alla tíð.  
 
Fréttir
- Auglýsing -