spot_img
HomeFréttirWNBA: Austurdeildin sigraði

WNBA: Austurdeildin sigraði

08:00

{mosimage}
(Cheryl Ford var mikilvægasti leikmaðurinn)

Lið Austurdeildarinnar sigraði lið Vesturdeildarinnar 103-99 í stjörnuleik WNBA deildarinnar sem fór fram í Washington í gærkvöldi.

Cheryl Ford var valin besti leikmaðurinn en hún skoraði 16 stig og tók 13 fráköst í leiknum ásamt því að senda 5 stoðsendingar. Tina Tompson var stigahæst hjá Vestrinu með 19 stig.

Fyrr um daginn fór fram hæfileikakeppni og þriggja stiga skotkeppni deildarinnar. Becky Hammon sigraði í hæfileikakeppninni og Laurie Koehn sigraði þriggja stiga keppnina. Hún skoraði 25 stig í lokaumferðinni og setti þar með nýtt met í þriggja stiga keppni WNBA.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -