22:02:18
Framherjinn Shelden Williams hefur samið til eins árs við stórlið Boston Celtics, en það verður hans fjórða lið á fimm árum.
Miklar væntingar voru til Williams þegar Atlanta Hawks völdu hann með fimmta valrétti í nýliðavalinu árið 2006, enda var hann afbragðsleikmaður útr sterkum háskóla, Duke. Hann hefur hins vegar hvergi nærri náð þeim hæðum sem búist var við af honum og nú er búist við að hann muni leysa Kevin Garnett og Rasheed Wallace af í stöðu kraftframherja.
Þrátt fyrir að hafa fengið Williams eru Celtics víst líka að sverma fyrir að Glen „Big Baby“ Davis, sem átti góða innkomu í liðið í fjarveru Garnetts í vor, framlengi samning sinn. Annars er víst að fleiri lið hafa áhuga á þessum skemmtilega og litríka leikmanni, t.d. hafa NJ Nets gert hosur sínar grænar fyrir honum án þess þó að bjóða honum samning.
Þá er gert ráð fyrir að félagaskipti Marquis Daniels frá Indiana geti brátt orðið að veruleika, en Celtics eru að reyna að troða honum undir launaþakið án þess að nota undanþágu sem hægt er að grípa til annað hvert ár. Ef þeim tekst það ekki munu þeir nota undanþáguna á hann.
ÞJ
Mynd/nba.com