Snæfell gekk á dögunum frá samningum við erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en kappinn heitir William Henry Nelson. Hann lék síðast með LSU Shreveport í NAIA deildinni þar sem hann skoraði 22.4 stig að meðaltali í leik og tók 9.7 fráköst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD Snæfells.
William er um 2 metrar á hæð og leikur stöðu framherja. Hans fyrsti leikur verður gegn KR-ingum í Lengjubikarnum næstkomandi föstudag 19. september í DHL-Höllinni. Leikmannahópur karlaliðs Snæfells er þá fullmannaður fyrir komandi átök.