spot_img
HomeFréttirWestbrook verður ekki með á HM

Westbrook verður ekki með á HM

Russell Westbrook leikmaður Oklahoma City Thunder verður ekki með bandaríska landsliðinu í sumar og mun því ekki leika með liðinu á HM á Spáni í ágústlok og septemberbyrjun.
 
 
Jerry Colangelo formaður USA Basketball segir að ástæðan sé svo að Westbrook geti hvílt lúin bein en eins og flestum er kunnugt hefur Westbrook glímt við erfið hnémeiðsli hin síðustu misseri.
 
Westbrook var í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í London 2012 og þrátt fyrir fjarveru hans verða Bandaríkjamenn að teljast langsigurstranglegastir á Spáni þetta sumarið. Bandaríkjamenn hefja æfingar 28. júlí í Las Vegas, um mánuði áður en HM á Spáni hefst.
 
Bandaríkjamenn munu leika í C-riðli með Dóminíska lýðveldinu, Finnlandi, Nýja Sjálandi, Úkraínu og Tyrklandi. 
Fréttir
- Auglýsing -