spot_img
HomeFréttirWarriors taka forystuna í NBA úrslitunum

Warriors taka forystuna í NBA úrslitunum

Golden State Warriors sigruðu Cleveland Cavaliers 91-104 í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. LeBron James með enn einn stórleikinn – 40 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar – en dugði ekki til. Stephen Curry skaut ljósin úr húsinu með 37 stig, 7/13 í þristum og 7 fráköst til viðbótar.

 

Warriors spiluðu lágvöxnu liði gegn Cavs í leik 4 og héldu uppteknum hætti nú í gær með Andre Iguodala í byrjunarliðinu og Draymond Green í miðjunni. Þessi uppstilling hefur tekið hlekkina af hraðlestinni frá Oakland virðast David Blatt og félagar ekki hafa nein svör. Blatt reyndi að bregðast við með að hafa Mozgov á bekknum nánast alla leikinn en hann spilaði aðeins 9 mínútur í leiknum.

 

Cavs héldu í við andstæðinga sína lengst af en um miðbik 4. leikhluta brustu flóðgáttirnar og bomburnar neðan úr bær fór að sökkva.

 

Það verður ekki við LeBron James að sakast þó Cavaliers fari ekki alla leið því hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í þessum leikjum. Hann er með rúmlega 36 stig að meðaltali í leik, rúmlega 12 fráköst og tæplega 9 stoðsendingar í úrslitarimmunni. Aukaleikararnir í þessu Cavs liði eru einfaldlega ekki nógu góðir – hvernig sem á það er litið – og stuðningurinn því ekki mikill. Undirritaður er nokkuð viss um að enginn annar leikmaður hefði getað dregið þetta lið svona langt inn í úrslitin.

 

Warriors geta klárað þetta á þriðjudagskvöldið en þá er jafnframt síðasta tækifæri LeBron James til að halda þessari seríu lifandi á eigin heimavelli.

 

Fréttir
- Auglýsing -