spot_img
HomeFréttirWade óviss hvort hann fari til Tyrklands

Wade óviss hvort hann fari til Tyrklands

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann gefi kost á sér til að leika með bandaríska landsliðinu í sumar á HM í Tyrklandi. Wake sem var lykilmaður í sigri Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum sumarið 2008 hitti nýlega Jerry Colangelo frá bandaríska sambandinu og ræddi verkefni næsta sumars.
Wade var stigahæsti leikmaður bandaríska liðsins á Ólympíuleiknum 2008 með tæp 16 sig í leik. Hann var stigahæsti leikmaður Bandaríkjanna í úrslitaleiknum gegn Spánverjum með 27 stig og því er ekki að furða að forráðamenn bandaríska liðsins leggji áherslu á að hann verði með.
 
Hann er nokkuð tregur til að skuldbinda sig og sagði við bandaríska fjölmiðla að hann þyrfti að vera í rétta hugarástandinu en eins og staðan er núna er hann með hugann við allt aðra hluti.
 
Í sumar verður hann samningslaus og gæti því yfirgefið Miami og er það ekkert ólíklegt að svo verði. Hann sagði því að HM kæmi á versta tíma fyrir sig persónulega. ,,Þar sem heimsmeistaramótið er í sumar hentar mér afar illa því að sumarið verður afar viðburðaríkt,” sagði Wade og viðurkenndi að liðsfélagar hans hafa verið að hvetja hann til að spila.
 
,,Ég er ekki að reyna vera sjálfselskur og láta þetta snúast allt um mig. Ég verð að tryggja að þetta sé rétt ákvörðun, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir bandaríska liðið. Því að ef ég verð með þá verð ég að spila eins vel og ég get.”
 
Wade er ekki eini lykilmaðurinn frá Ólympíuliðinu sem á eftir að ákveða sig en þeir LeBron James og Chris Bosh hafa ekki heldur gefið svar af eða á. En þeir eins og Wade verða samningslausir í sumar.
 
Bandaríska liðið er B-riðli ásamt Slóveníu, Brasilíu, Króatíu, Íran og Túnis.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -