Njarðvík er komið í undanúrslit Bónusdeildar kvenna eftir 95-89 sigur á Stjörnunni í kvöld.
Þar með vann Njarðvík einvígið 3-0 en allir þrír leikirnir voru góð skák og Stjörnukonur létu bikarmeistara Njarðvíkur hafa vel fyrir sigrinum. Þríeykið Dinkins, Hersler og Hesseldal leiddu Njarðvíkinga í kvöld en Diljá Ögn var fremst í flokki gestanna.
Karfan spjallaði við Paulina Hersler leikmann Njarðvíkur eftir leik í IceMar höllinni.