9:15
{mosimage}
Þá er komið að næst síðasta leikdegi í körfuboltakeppni Smáþjóðaleikanna þetta árið og í dag eru það San Marino menn sem verða andstæðingar Íslendinga. Þýðing leiksins er mjög lítil fyrir Ísland því sama hvernig fer þá þarf að vinna Kýpur á morgun til að vinna mótið.
San Marino hefur unnið leik í mótinu til þessa, gegn Monaco, en tapað fyrir Kýpur og Lúxemborg. Þeirra stigahæsti maður til þessa er Andrea Raschi en hann leikur með Siena MVP í ítölsku B deildinni.
Liðin hafa leikið 8 sinnum til þessa og hafa Íslendingar alltaf sigrað en þó hafa leikir liðanna oft á tíðum verið jafnir.
Sigri Ísland í dag er það 200. sigur karlalandsliðsins frá upphafi 433 leikjum en sá fyrsti vanst 4. nóvember 1962 á Dönum á NM sem fram fór í Stokkhólmi.
Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.
Mynd: www.fibaeurope.com